Leti og aftur leti.

Ég skil ekki hvað ég er löt að blogga.  Ætli ég hafi bara frá nokkru að segja? 

Landsmót hestamanna er hér á Hellu eins og allir vita. Fjöldi fólks mætt á svæðið. Vonandi hættir Kári að blása á aumingja fólkið og fari nú að róast.

Er að fara í sumarfrí 7. júlí og ætla að vera í 3 vikur. Það stóð til að fara til Húsavíkur, en trúlega verður ekkert úr því. Bensínverð er svo hátt að það er ekki hægt að ferðast um landið á bíl. 

30. mai s.l. útskrifaðist Steingrímur Þór sonur minn frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Hann er búin að vera á Hvanneyri í 5 ár.  Eftir stúdentspróf frá FSU tók hann búfræðinginn á Hvanneyri og fór síðan í búvísindi. Núna er hann sem sagt útskrifaður með B.s. í búvísindum. Athöfnin fór fram í Reykholti og síðan var farið í kaffi á Hvanneyri. Þetta var alveg yndislegur dagur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með Steingrím þinn.  Já, það er orðið dýrt að bregða sér norður, ekki veit ég hvort við förum.  Kær kveðja til þín Benna mín og vona að það verði gaman á hestamannamótinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 18:51

2 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Til hamingju með soninn.  Frábært hjá honum.

knús og kram

Bergdís Rósantsdóttir, 3.7.2008 kl. 18:24

3 Smámynd: Benedikta S Steingrímsdóttir

Ásdís og Bergdís takk fyrir kveðjurnar dísirnar mínar. Kveðja

Benedikta S Steingrímsdóttir, 3.7.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Benedikta S Steingrímsdóttir
Benedikta S Steingrímsdóttir
Ég er móðir tveggja ungra manna sem eru í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Núna er annar sonur minn útskrifaður, en hinn útskrifast næsta vor, 2009. Ég vinn á bókhaldsstofu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband