Tvær ofvirkar - vont veður - sund

Jæja ég hef verið alveg merkilega löt að skrifa blokk.  Enda finnst mér ég ekkert hafa að segja. Les bara meira hvað hinir hafa að segja.Og hef gaman af.

En ein vinkona mín er að segja mér að ég skrifi ekki einu sinni um sundtímana okkar. En þannig er að við erum tvær sem höfum verið mjög latar að fara í sund. En við drifum okkur, og þá tóku þeir upp á því í sundlauginni á Hvolsvelli og lokuðu henni.  En við létum það nú ekkert á okkur fá og fórum bara út á Hellu.  Í dag 17. sept. fóru við líka þó veður væri nú kannski ekki það allra besta til að fara í sund.  Enda var vatnið mjög kalt, svona til að byrja með.  Þetta tekur nú aðeins lengri tíma á Hellu en á Hvolsvelli. Kvöldmatur er orðin af "miðnæturdinni". En hvað gerum við ekki fyrir heilsuna.

Annars er allt gott að frétta úr Hvolsvelli, Magnús Þór farin í skólann (Hvanneyri) er byrjaður að vinna að B.s. verkefni sínu sem hann á að skila 1. maí.  Hjördís vinkona hans er líka í skólanum og hún er líka byrjuð að vinna að sínu verkefni. Þau stefna bæði að því að útskrifast í maí á næsta ári. Duglegir krakkar.  Svo eru Sigrún Linda og Inga Vala líka byrjaðar í skólanum, en þær eru á öðru ári.  Sigrún Linda (systurdóttir mín) er í búvísinum og Inga Vala, vinkona Steingríms Þórs (sonur minn) er á náttúru- og umhverfissviði.  Síðan er Ásta Sóllilja (systurdóttir mín) byrjuð á Hólum, á ferðamálabraut.

Búið er að fara á fjall, með Fljótshlíðingum. En um næstu helgi fara allir á Emstrurnar til að smala. Steingrímur Þór stundar allar réttir sem hann heyrir að eru. Þeysist á milli Rangárvallasýslu og Borgarfjarðarsýslu. 

Jæja nú verður það ekki meira að sinni. Vona að allir hafi það gott með von um að vonda veðrið hafi nú ekki eyðilagt mikið hjá ykkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Blessuð og sæl, langt síðan ég hef kíkt á þig, enda ekki verið á ferðinni. Það er mikið bændafólk í kringum þig, ekki veitir af svo sveitir landsins leggist ekki af.  Kær kveðja austur

Ásdís Sigurðardóttir, 23.9.2008 kl. 18:23

2 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

klukk

Bergdís Rósantsdóttir, 24.9.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Benedikta S Steingrímsdóttir
Benedikta S Steingrímsdóttir
Ég er móðir tveggja ungra manna sem eru í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Núna er annar sonur minn útskrifaður, en hinn útskrifast næsta vor, 2009. Ég vinn á bókhaldsstofu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 284

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband