Færsluflokkur: Bloggar

Hið besta mál.

Ef þú ætlar að hætta, hættir þú bara.  Það er nú ekki flóknara en það.Það kemur alltaf tími hjá okkur öllum sem  við þurfum að hætta einhverju. Nú er þinn tími kominn að hætta að gefa út tónlist. Það kemur alltaf maður í manns stað. Kveðja
mbl.is Bubbi hótar að hætta útgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins

Hann á að vera löngu hættur sem formaður BSRB. Annað hvort er maður formaður BSRB eða þingmaður. Ekki bæði. Það er alveg ótrúlegt að hann skuli ekki vera búin að sjá það fyrir löngu maðurinn. Annað eins deilir hann nú á í þessu þjóðfélagi.
mbl.is Ögmundur verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær ofvirkar - vont veður - sund

Jæja ég hef verið alveg merkilega löt að skrifa blokk.  Enda finnst mér ég ekkert hafa að segja. Les bara meira hvað hinir hafa að segja.Og hef gaman af.

En ein vinkona mín er að segja mér að ég skrifi ekki einu sinni um sundtímana okkar. En þannig er að við erum tvær sem höfum verið mjög latar að fara í sund. En við drifum okkur, og þá tóku þeir upp á því í sundlauginni á Hvolsvelli og lokuðu henni.  En við létum það nú ekkert á okkur fá og fórum bara út á Hellu.  Í dag 17. sept. fóru við líka þó veður væri nú kannski ekki það allra besta til að fara í sund.  Enda var vatnið mjög kalt, svona til að byrja með.  Þetta tekur nú aðeins lengri tíma á Hellu en á Hvolsvelli. Kvöldmatur er orðin af "miðnæturdinni". En hvað gerum við ekki fyrir heilsuna.

Annars er allt gott að frétta úr Hvolsvelli, Magnús Þór farin í skólann (Hvanneyri) er byrjaður að vinna að B.s. verkefni sínu sem hann á að skila 1. maí.  Hjördís vinkona hans er líka í skólanum og hún er líka byrjuð að vinna að sínu verkefni. Þau stefna bæði að því að útskrifast í maí á næsta ári. Duglegir krakkar.  Svo eru Sigrún Linda og Inga Vala líka byrjaðar í skólanum, en þær eru á öðru ári.  Sigrún Linda (systurdóttir mín) er í búvísinum og Inga Vala, vinkona Steingríms Þórs (sonur minn) er á náttúru- og umhverfissviði.  Síðan er Ásta Sóllilja (systurdóttir mín) byrjuð á Hólum, á ferðamálabraut.

Búið er að fara á fjall, með Fljótshlíðingum. En um næstu helgi fara allir á Emstrurnar til að smala. Steingrímur Þór stundar allar réttir sem hann heyrir að eru. Þeysist á milli Rangárvallasýslu og Borgarfjarðarsýslu. 

Jæja nú verður það ekki meira að sinni. Vona að allir hafi það gott með von um að vonda veðrið hafi nú ekki eyðilagt mikið hjá ykkur.

 


Leti og aftur leti.

Ég skil ekki hvað ég er löt að blogga.  Ætli ég hafi bara frá nokkru að segja? 

Landsmót hestamanna er hér á Hellu eins og allir vita. Fjöldi fólks mætt á svæðið. Vonandi hættir Kári að blása á aumingja fólkið og fari nú að róast.

Er að fara í sumarfrí 7. júlí og ætla að vera í 3 vikur. Það stóð til að fara til Húsavíkur, en trúlega verður ekkert úr því. Bensínverð er svo hátt að það er ekki hægt að ferðast um landið á bíl. 

30. mai s.l. útskrifaðist Steingrímur Þór sonur minn frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Hann er búin að vera á Hvanneyri í 5 ár.  Eftir stúdentspróf frá FSU tók hann búfræðinginn á Hvanneyri og fór síðan í búvísindi. Núna er hann sem sagt útskrifaður með B.s. í búvísindum. Athöfnin fór fram í Reykholti og síðan var farið í kaffi á Hvanneyri. Þetta var alveg yndislegur dagur.

 


Sumarfrí

Er að fara til Húsavíkur. 

Brúðkaup í Vallakirkju í Svarfaðardal á sunnudaginn 25. mai.  Ingunn Elfa og Gísli Davíð ætla að gifta sig þar.  Ingunn Elfa er dóttir Ingibjargar systur.  25. mai er mikill dagur í okkar ætt.  Mamma verður 75 ára, síðan eru 61 ár síðan mamma var fermd.  Nú svo eru 55 ár síðan ég var skírð.  40 ár síðan Ingibjörg systir og Beggi giftu sig.  40 ár síðan Ásta Birna dóttir þeirra var skírð. 13 ár síðan Ásta Sóllilja dóttir Guðrúnar Auðar var fermd.

Ætla að vera á Húsavík í 5 daga. Vonandi verður gott veður eins og spáð er. 


2 x 80 ára og 2 x 4 ára, 5 mai 2008.

Í dag 5. mai er pabbi minn 80 ára.  Pabbi minn er tvíburi þannig að Rögnvaldur er líka 80 ára í dag. Innilega til hamingju með daginn báðir tveir.  Það eru líka aðrir tvíburar í ættinni, fæddir á þessum degi. Langafabörn pabba mín, þau Ingibjörg og Þorlákur, eru 4 ára í dag.  Til hamingju Ingibjörg og Þorlákur.  Þau eru barnabörn Ingibjargar Sigríðar systur minnar. Þannig að þið sjáið að þetta er merkisdagur í okkar fjölskyldu. Það eru ekki allir tvíburar upptaldir í fjölskyldunni.  Ingibjörg Líney hálfsystir mín á líka tvíbura, tvo stráka.  Ingibjörg Sigríður og Ingibjörg Líney eru báðar Steingrimsdætur. Þær eru elsta og yngsta barn pabba okkar.


Samband sunnlenskra kvenna

Var í dag á aðalfundi Sambands sunnlenskra kvenna sem haldinn var á Hellu.  Mikið var nú gaman að hitta allar gömlu vinkonurnar í SSK. Fyrir 5 árum var ég gjaldkeri sambandsins. Var það í 6 ár.  Það er svo gott og gaman að vita af því hvað það eru ennþá margar konur tilbúnar að vinna að mannúðarmálum án þess að fá greiðslu fyrir það. Á aðalfundinum voru margar ungar konur.  Sambandið hefur verið duglegt í gegnum árin að styrkja Sjúkrahúsið á Selfossi.  Eftir aðalfundinn skoðuðu við Dvalarheimilið Lund og Handverkshúsið Heklu á Hellu. Sambandið er 80 ára á þessu ári.   3. október n.k. verður afmælishátíð á Selfossi og vonast konur til að sem flestar félagskonur á svæðinu sjái sér fær að mæta. Ýmsar uppákomur verðar síðan í sumar. Óska sambandinu velfarnaðar á ókomnum árum.

Landið fýkur burt..

Moldrok - moldrok - moldrok.  Ja þetta rok..það er meira hvað það getur gert mikið af sér. Núna þessa stundina sér maður ekki Heklu. Og ef maður fer út með opinn munninn fyllist hann af mold. Þannig að það er best að vera ekkert að tala þegar maður er úti.

Ísland í dag.

Ég hef verið voða löt að skrifa blogg. Þeim mun duglegri að lesa frá öðrum. En núna sit ég hér í vinnunni og skil ekkert í þeim sem ræður veðrinu. Ég fór heim í hádeginu og þá kom hellirigning, og síðan haglél. Núna snjóar svo "fallega". Hef ég verið löt að rífa af dagatalinu og kannski misst af sumrinu?? Ég sem ætlaði að gera svo margt skemmtilegt í sumar. Fara heim. Heim er til Húsavíkur. Fara í brúðkaup í Eyjafjörðinn. Og allt hitt........  Annars fer þetta nú allt eftir því hvað þessi blessaða ríkistjórn ætlar að gera...verður hægt að ferðast á bíl um Ísland??

Jæja best að vinna aðeins meira, það er nú ekki komið kaffiWhistling

 


Er dreifbýlið þriðja flokks??

Ég er alveg yfir mig gáttuð á þessu. Að fólkið í dreifbýlinu skulu nú ekki fá póstinn sinn á hverjum degi eins og við sem búum á þéttbýlinu.  Við í þéttbýlinu fáum póstinn inn á gólf hjá okkur, en þeir í dreifbýlinu þurfa að sækja það niður á veg. Er ég hrædd um að það heyrðist nú í einhverjum í borginni ef fólkið þar þyrfti að sækja póstinn sinn í sameiginlegan póstkassi t.d. í enda götunnar. Auðvita er mislangt hjá fólki í dreifbýlinu að ná í sinn póst, en inn á gólf fær það ekki póstinn.  Sjálf hef ég búið á stöðum þar sem þessi þjónusta er svona. Klæða sig uppá og ná í póstinn.
mbl.is Íslandspóstur fær heimild til að fækka dreifingardögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Benedikta S Steingrímsdóttir
Benedikta S Steingrímsdóttir
Ég er móðir tveggja ungra manna sem eru í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Núna er annar sonur minn útskrifaður, en hinn útskrifast næsta vor, 2009. Ég vinn á bókhaldsstofu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband